Ferðaþjónustan er orðin meginstoð íslensks útflutnings og ekkert bendir til annars en að vegur hennar muni halda áfram að aukast næstu árin.
Í Landsbankanum starfar öflugur hópur sérfræðinga sem hefur áralanga reynslu af þjónustu við fyrirtæki í ferðaþjónustu. Á síðustu misserum hafa sérfræðingar bankans aðstoðað við fjármögnun á framkvæmdum við hótel, gistiheimili, veitingaskála og aðrar fasteignir sem notaðar eru í ferðaþjónustu.Auk þess býður bankinn hagkvæma fjármögnun á ýmsum rekstrartækjum í ferðaþjónustu s.s. bifreiðum, hópferðabílum, fjórhjólum, vélsleðum o.fl.
Sérfræðingar Landsbankans sem þjónusta fyrirtæki í mannvirkjagerð og sveitarfélög hafa fjölbreytta þekkingu og reynslu sem nýtist viðskiptavinum þegar kemur að lausn verkefna.
Þjónustan er fjölbreytt og býður bankinn m.a. lán til kaupa eða bygginga á fasteignum, lán til kaupa á vélum og tækjum, fjármögnun á daglegum rekstri eða útistandandi kröfum, fjármögnun á markaði, verkábyrgðir, ávöxtun fjármuna o.fl.
Vefur Landsbankans um ferðaþjónustu
Ferðaráðstefna Landsbankans 2017
Landsbankinn hf. Austurstræti 11, 155 Reykjavík, kt. 471008-0280 Swift: NBIIISRE
Swift: NBIIISRE Lagalegur fyrirvari Viðskiptaskilmálar Starfsfólk Öryggismál