Kennimerki lögaðila

Kennimerki lögaðila (e. legal entity identifier, LEI)

Þann 3. janúar 2018 taka gildi nýjar kröfur um verðbréfaviðskipti. Samkvæmt þeim verða lögaðilar sem eiga viðskipti með fjármálagerninga, sem teknir hafa verið til viðskipta á viðskiptavettvangi , að hafa kennimerki lögaðila.

Fjármálaeftirlitið gaf út fréttatilkynningu 26. september 2017 þar sem fram kemur að fjármálafyrirtæki með heimild til verðbréfaviðskipta, samkvæmt lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, þurfi að ganga úr skugga um að viðskiptavinir sem eru lögaðilar hafi kennimerki lögaðila áður en viðskipti, með fjármálagerninga sem teknir hafa verið til viðskipta á viðskiptavettvangi, eru framkvæmd fyrir þeirra hönd frá 3. janúar 2018.

Upplýsingar frá Fjármálaeftirlitinu

Upplýsingar frá Samtökum fjármálafyrirtækja

Þeir lögaðilar sem hyggjast eiga viðskipti með fjármálagerninga sem teknir hafa verið til viðskipta á viðskiptavettvangi eru því hvattir til að sækja um kennimerki lögaðila og senda það í tölvupósti á netfangið lei@landsbankinn.is ásamt nafni lögaðila og kennitölu.

Eftirfarandi lögaðilar þurfa að sækja um kennimerki lögaðila:

  • Lögaðilar sem kaupa og selja fjármálagerninga sem teknir hafa verið til viðskipta á viðskiptavettvangi.
  • Fjármálafyrirtæki sem framkvæma viðskipti með fjármálagerninga sem teknir hafa verið til viðskipta á viðskiptavettvangi.
  • Útgefendur fjármálagerninga sem teknir hafa verið til viðskipta á viðskiptavettvangi.

Kennimerki lögaðila eru ekki gefin út á Íslandi og er því eingöngu hægt að sækja um þau erlendis. Gildistími kennimerkis er eitt ár í senn og þurfa viðskiptavinir að endurnýja það árlega. Hægt er að sækja um það hjá virkum og viðurkenndum útgefanda.

Við hvetjum lögaðila til að ganga úr skugga um að þeir séu ekki þegar komnir með kennimerki áður en þeir sækja um það. Leita má að skráðum kennimerkjum í leitarvél á heimasíðu GLEIF.

Aðilar sem afgreiða umsóknir um kennimerki lögaðila eru til dæmis þessir: *

Vinsamlegast athugið að fleiri aðilar afgreiða umsóknir um kennimerki lögaðila og að útgefendur innheimta gjöld vegna þeirra.

Listi yfir útgefendur kennimerkja lögaðila

* Með viðskiptavettvangi er átt við skipulegan verðbréfamarkað, markaðstorg fjármálagerninga og skipulegan verðbréfavettvang.

Algengar spurningar

  • Hvað er kennimerki lögaðila?
  • Hvers vegna þarf kennimerki lögaðila?
  • Hversu langan tíma tekur að fá kennimerki lögaðila?
  • Hvað gerist ef skráning er ekki endurnýjuð?

Upplýsingar af mörkuðum

Á sjóðasíðu okkar má finna upplýsingar um fjölbreytt úrval verðbréfa- og fjárfestingarsjóða; þróun ávöxtunar, gengi, eignasamsetningu, áhættukvarða og samanburð.

landsbankinn.is/markadir