Fréttir

07. maí 2018 16:27

Opnað fyrir umsóknir um styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans

Menningarnótt

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans vegna Menningarnætur sem haldin verður 18. ágúst. Veittir eru styrkir á bilinu 100.000-500.000 kr. til hópa og einstaklinga sem vilja skipuleggja fjölbreytta og áhugaverða viðburði á Menningarnótt.

Menningarnæturpotturinn er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Landsbankans sem hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi. Hægt er að sækja um á www.menningarnott.is til 24. maí.

Sækja um styrk á vef Menningarnætur 

 

13. júlí 2018 13:48

Ný persónuverndarstefna Landsbankans og réttindagátt

Landsbankinn hefur sett sér nýja persónuverndarstefnu og uppfært almenna viðskiptaskilmála bankans. Í nýrri persónuverndarstefnu Landsbankans eru ítarlegar upplýsingar um hvenær, hvernig og í hvaða tilgangi bankinn vinnur persónuupplýsingar auk þess sem fram kemur hvernig bankinn tryggir öryggi upplýsinganna.


Nánar

13. júlí 2018 12:40

Líf og fjör á fjölskylduskemmtun á Goslokahátíðinni

Fjör og gleði ríkti á fjölskylduskemmtun sem Landsbankinn í Vestmannaeyjum stóð fyrir á Goslokahátíðinni í Eyjum á laugardag. Á torginu fyrir framan útibú bankans við Bárustíg iðaði allt af lífi. Þar skoppuðu krakkar um í hoppukastölum og spreyttu sig í Skólahreysti í hreystibraut sem var sett upp sérstaklega vegna hátíðarinnar.


Nánar

12. júlí 2018 07:49

Hagsjá: Þróun fasteignaviðskipta mjög mismunandi í stærri bæjum

Mikill munur var á þróun fasteignaviðskipta í stærstu bæjum landsins á milli fyrri árshelminga 2013 og 2018. Fjölgun viðskipta hefur verið langmest í Árborg, eða nær þreföldun. Þar á eftir koma Mosfellsbær og Garðabær og síðan Reykjanesbær og Akranes þar á eftir.


Nánar