Fréttir

28. desember 2017 14:01

Greiðslur vaxta um áramót

Vaxtagreiðslur innlánsreikninga fyrir árið 2017 og skuldfærsla vegna vaxta á yfirdráttarlánum fyrir desembermánuð 2017 munu fara fram þann 29. desember. Útreikningur miðast við stöðuna á reikningum eins og hún er um kl. 18.00 sama dag.

Allar millifærslur og aðrar greiðsluaðgerðir sem framkvæmdar verða milli kl. 18.00 til 21.00 þann 29. desember 2017, tilheyra þó árinu 2017 og verður tekið tillit til þeirra við næsta útreikning vaxta.

Allar færslur sem framkvæmdar verða eftir kl. 21.00 þennan dag munu bókast 2. janúar og tilheyra árinu 2018.

22. janúar 2018 10:59

Arnheiður Klausen Gísladóttir nýr forstöðumaður Fyrirtækjamiðstöðvar

Arnheiður Klausen Gísladóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns Fyrirtækjamiðstöðvar Landsbankans í Borgartúni í Reykjavík.


Nánar

22. janúar 2018 09:02

Vikubyrjun 22. janúar 2018

Alls fóru 2,2 milljónir erlendra ferðamanna um Leifsstöð 2017. Aukningin milli ára var 24%, sem er nokkuð minna en 2016 þegar erlendum ferðamönnum um Leifsstöð fjölgaði um 40% milli ára.


Nánar

19. janúar 2018 08:41

Hagsjá: Sumarhúsamarkaðurinn á Íslandi – verð hækkar og viðskiptum fjölgar

Verð á sumarhúsum hefur farið hækkandi síðustu ár. Frá árinu 2010 hefur verðþróun sumarhúsa verið stöðug upp á við á Suðurlandi. Verðhækkunin var rúm 50% frá 2010 til 2017, þar af 16% milli 2016 og 2017.


Nánar