Lausnir fyrir heimili

Landsbankinn aðstoðar þig við að velja lausn sem kemur til móts við þínar þarfir.

Viðbótarlífeyrissparnaður

Alþingi samþykkti árið 2014 lagafrumvörp í tengslum við aðgerðir stjórnvalda sem gera fólki annars vegar kleift að nýta viðbótarlífeyrissparnað til lækkunar á höfuðstól íbúðalána og hins vegar að nýta viðbótarlífeyrissparnað til húsnæðiskaupa. Upplýsingar á þessari síðu byggja á hinum samþykktu lögum og upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og ríkisskattstjóra.

Landsbankinn telur að úrræði stjórnvalda komi til með að gagnast flestum sem eru með húsnæðislán eða vilja safna fyrir húsnæði. Landsbankinn mælir með því að fólk kynni sér skuldaúrræði stjórnvalda vel.

Hægt er að sækja um á leidretting.is

Nánar um viðbótarlífeyrissparnað

Umsókn um viðbótarlífeyrissparnað

Greiðslujöfnun

Greiðslujöfnun er almennt úrræði sem lækkar greiðslubyrði verðtryggðra íbúðalána tímabundið og getur hentað greiðslubyrði viðskiptavina betur tímabundið. Til lengri tíma litið getur greiðslujöfnun þó leitt til aukins kostnaðar í formi vaxta og verðbóta.


Nýttu þér viðbótarlífeyrissparnaðinn

Samhliða úrræðum stjórnvalda býður Landsbankinn leiðir sem gefa fólki kost á að nýta viðbótarlífeyrissparnað til að spara fyrir húsnæði og lækka lán.

Nýttu þér úrræðin

Tæki til að takast á við fjármál heimilisins

Fyrsta skrefið í að öðlast betri yfirsýn yfir fjármálin er að skoða útgjöld og tekjur heimilisins. Hér fyrir neðan er hægt að nálgast sjálfvirkt heimilisbókhald og einfalt stöðumat sem veita skýra yfirsýn yfir fjárreiður heimilisins. Í fjármálaviðtali fer starfsmaður Landsbankans yfir stöðuna og skoðar hvort og til hvaða sameiginlegu aðgerða þurfi að grípa.

Meniga heimilisbókhald

Landsbankinn býður viðskiptavinum sínum upp á Meniga heimilisbókhald. Meniga er sjálfvirkt og veitir góða yfirsýn yfir fjármálin á myndrænan hátt, auðveldar áætlanagerð og aðstoðar við að finna góðar sparnaðarleiðir.

Nánar um Meniga

Stöðumat

Stöðumat er einföld leið til að meta helstu útgjaldaþætti heimilisins, reikna út greiðslugetu áður en ný lán eru tekin og finna laust fé til að leggja fyrir í reglubundinn sparnað.

Gera stöðumat

Lækkun verðtryggðra íbúðalána

Þann 16. maí 2014 voru samþykkt á Alþingi lög um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána nr. 485.

Lögin fjalla um leiðréttingu á áföllnum verðbótum íbúðalána á tímabilinu 1. janúar 2008 – 31. desember 2009. Hámarksfjárhæð leiðréttingar verður 4 milljónir á heimili. Þeir lántakendur sem greiddu af íbúðaláni sem myndaði stofn til vaxtabóta á ofangreindu tímabili eiga rétt á leiðréttingu. Lánþegar verða að sækja um leiðréttingu til ríkisskattstjóra og mun hann annast úrvinnslu umsóknanna. Til frádráttar koma fyrri opinber úrræði sem lántaki hefur notið.

Umsóknarfrestur rann út 1. september 2014. 

Allar fyrirspurnir vegna höfuðstólslækkunar íbúðalána skal senda til ríkisskattstjóra á netfangið adstod@leidretting.is eða í síma 442-1900.