Lækkaðu yfirdráttinn

Lækkaðu yfirdráttinn

Lækkaðu yfirdráttinn er þjónusta sem Landsbankinn býður viðskiptavinum sem vilja losna við yfirdráttinn sinn. Veitt er skuldabréf á mun hagstæðari vöxtum sem sett er í viðráðanlegt niðurgreiðsluferli fyrir viðskiptavin.

Þinn ávinningur

  • Hagstæðari vaxtakjör
  • Skammtímaskuldirnar lækka markvisst
  • Vaxtakostnaðurinn lækkar

Hvernig virkar þjónustan?

Þú semur um að taka skuldabréf til lækkunar á skammtímaskuldum í næsta útibúi. Á móti veitir bankinn þér hagstæðari vaxtakjör en á hefðbundnu skammtímaláni. Hægt er að semja um að greiða niður hluta af láninu eða allt lánið. Einnig er mögulegt að óska eftir reglubundinni lækkun á yfirdráttarheimildinni. Hafðu samband við þitt útibú og til að ræða þessa tvo valmöguleika við þjónustufulltrúa.

Þú getur greitt inn á lánið hvenær sem er eða greitt upp lánið áður en samningstíminn er liðinn án nokkurs kostnaðar. Hámarksendurgreiðslutími er 48 mánuðir.

Í vaxtatöflu bankans má bera saman vexti á almennum yfirdráttarlánum bankans og vaxtakjörum sem bjóðast þeim sem vilja greiða niður yfirdráttarlánin.

Greiða niður yfirdráttinn - hvað spara ég?