Lánshæfismat

Landsbankinn lánshæfismetur reglulega lánþega bankans með sjálfvirkum hætti. Lánshæfismatið metur hversu líklegt er að lánþegi geti efnt núverandi lánssamning sinn við bankann, þ.e. hvort hann muni standa skil á afborgunum af lánum sínum næstu tólf mánuði. Lánshæfismatið er ekki greiðslumat og segir því ekki til um hver greiðslugeta lánþegans er eða hvort hann ráði við að auka við útlán sín.

Hófleg skuldsetning og sparnaður hafa almennt jákvæð áhrif á lánshæfismatið en vanskil hafa neikvæð áhrif. Til að viðhalda góðu lánshæfi er því nauðsynlegt að haga skuldsetningu í samræmi við greiðslugetu og greiða afborganir af lánum á tilskildum tíma.

Lánshæfismatið er m.a. notað til að taka ákvarðanir um veitingu útlána, við greiningu á gæðum lánasafns bankans og til að meta hversu mikið eigið fé bankinn þarf á að halda til að mæta áhættunni í lánasafninu.