Fastir eða breytilegir vextir?
Breytilegir vextir hækka og lækka í takt við sveiflur á markaði og efnahagsástand. Þetta getur verið gott eða slæmt eftir því í hvora áttina vextirnir sveiflast. Með föstum vöxtum bindur þú vextina í tiltekinn tíma, t.d. í þrjú eða fimm ár og tryggir þig fyrir vaxtasveiflum.