Bílafjármögnun

Greiðslumat vegna bílafjármögnunar

Greiðslumat vegna bílafjármögnunar er framkvæmt hjá Bíla- og tækjafjármögnun eða í útibúum Landsbankans. Skila þarf inn gögnum sem nauðsynleg eru til þess að meta greiðslugetu við bifreiðakaup. Einnig er hægt er að sækja um rafrænt á Landsbankinn.is/greiðslumat.

Ef sótt er um hjá B&T eða í útibúi, án rafrænna skilríkja, þá þarf að skila inn eftirfarandi gögnum sem nauðsynleg eru til þess að meta greiðslugetu vegna bifreiðakaupa:

  • Staðgreiðsluyfirlit sem sýnir laun síðustu sex mánaða. Staðgreiðsluyfirlit má fá á skattur.is.
  • Afrit af síðustu skattskýrslu. Afritið má fá á skattur.is.
  • Umboð til öflunar upplýsinga um fjárhag einstaklinga: fæst hjá Landsbankanum

Einnig ef við á:

  • Útprentun frá Innheimtumanni.
  • Staðfestingu frá fjármálafyrirtæki um sparifjáreign umsækjanda.
  • Afrit af þinglýstum húsaleigusamningi.
  • Ef um skilnað/sambúðarslit er að ræða: Fjárskiptasamningur sem tekur tillit til allra eigna og skulda, undirritaður, dagsettur og tvívottaður.

Tekjur, skuldir og eignir erlendis:

  • Skila þarf inn staðfestum gögnum fyrir tekjur, skuldir og eignir erlendis.
  • Umsækjandi þarf að útskýra eða þýða gögnin yfir á íslensku.
  • Staðfesting á skuldastöðu (credit report) þarf að fylgja ef umsækjandi er búsettur erlendis eða erlendur ríkisborgari.

Gildistími greiðslumats er 6 mánuðir.

Gögn lögð til grundvallar greiðslumati skulu alla jafna ekki vera eldri en mánaðargömul.

Athygli er vakin á því að Landsbankinn getur óskað eftir fleiri gögnum en hér eru tilgreind.

Senda skal gögn á btgogn@landsbankinn.is.