Greiðslumat

Greiðslumat er góð leið til að átta sig á núverandi fjárhagsstöðu og er jafnframt oft á tíðum forsenda fyrir lánveitingu.

Greiðslumat á netinu

Kannaðu greiðslugetu þína og fáðu skýra og greinargóða mynd af hámarkskaupverði og mögulegu hámarksláni miðað við greiðslugetu á einungis nokkrum mínútum í nýju vefgreiðslumati Landsbankans. Til þess að hefja ferlið þarftu að hafa rafræn skilríki á farsíma til að samþykkja heimild fyrir gagnaöflun m.a. hjá CreditInfo og RSK en gögnin eru notuð til vinnslu við greiðslumatið.

Greiðslumat er góður mælikvarði til að sjá hversu mikið svigrúm er til staðar til að greiða af nýju láni eftir að tekið hefur verið tillit til annarra útgjalda s.s. neyslu, reksturs bifreiðar og fasteignar auk annarra lána.

Hjón og sambúðarfólk eru greiðslumetin saman fyrir sameiginlegri lántöku og því þurfa báðir aðilar að hafa rafræn skilríki.

Greiðslumat vegna fasteignakaupa

Greiðslumat vegna bílafjármögnunar

Hefja greiðslumat

Kostnaður

Greiðslumat: 5500 kr.