Rafræn skilríki

Handhafi rafrænna skilríkja getur notað þau til að auðkenna sig með öruggum hætti á netinu og til rafrænnar undirritunar

Auðkenning með öruggum hætti

Landsbankinn leggur áherslu á að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu með öflugum lausnum á netinu og í sjálfsafgreiðslu.  Rafræn skilríki eru einföld og örugg leið til auðkenningar og undirritunar í rafrænum heimi. Með því að nýta sér rafræn skilríki geta viðskiptavinir bankans sparað sér sporin og sótt um vörur og þjónustu á vefnum.

Virkjun rafrænna skilríkja á SIM-kort í GSM síma

Hægt er að fá rafræn skilríki á SIM kort (símakort) í GSM síma og til að nota þau þarf að slá inn pin númer sem valið er við virkjun skilríkjanna. Áður en hægt er að gefa út slík skilríki þarf að tryggja að símakort viðkomandi styðji við rafræn skilríki.

Ef SIM-kortið styður ekki við rafræn skilríki er hægt að fá nýtt kort afhent hjá viðkomandi símafyrirtæki.
Hægt er að virkja rafræn skilríki í öllum útibúum Landsbankans. Nauðsynlegt er að sýna löggild persónuskilríki, vegabréf, ökuskírteini eða nafnskírteini við virkjun rafrænna skilríkja.

Rafræn skilríki án þess að nota síma

Hægt er að fá rafræn skilríki á korti án þess að nota síma.

Þeir sem hafa ekki möguleika á að fá rafræn skilríki í farsíma geta sótt um einkaskilríki á vef Auðkennis.