Gjaldeyrisviðskipti

Gjaldeyrismál - afnám hafta

Þann 14. mars 2017 tóku gildi nýjar reglur Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál. Reglurnar fela í sér almennar undanþágur frá nær öllum takmörkunum laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál.

Viðskiptavinir, einstaklingar og lögaðilar, geta nú óhindrað og án takmarkana átt gjaldeyrisviðskipti, fjárfest í erlendum verðbréfum og átt ýmis konar viðskipti yfir landamæri Íslands.

Vinsamlegast athugið að þrátt fyrir að gjaldeyrishöftum hafi nánast alveg verið aflétt ber Landsbankanum að tilkynna um tiltekin viðskipti til Seðlabanka Íslands innan fimm virkra daga frá því að þau hafa átt sér stað.

Í einhverjum tilvikum mun Landsbankinn því inna viðskiptavini eftir upplýsingum til að geta uppfyllt tilkynningarskylduna.

Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér málið og hafa samband við þjónustuver.

Nánari upplýsingar er að finna á vef Seðlabanka Íslands – Gjaldeyrismál.

Tengt efni

Ef frekari spurningar vakna eða viðkomandi erindi er ekki rekið á síðu Seðlabankans skal beina þeim til info@landsbankinn.is eða í þjónustuver Landsbankans í síma 410 4000.